Ögmundur í baráttusæti?

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra býður sig fram í 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. „Þetta geri ég eftir að ég fékk staðfest að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir væri reiðubúin að sækjast eftir fyrsta sæti á listanum. Þá tók ég þessa ákvörðun,“ segir Ögmundur.

Í dag eru Vinstri grænir með einn þingmann í Suðvesturkjördæmi sem er Ögmundur sjálfur og gæti annað sæti á listanum því vel verið baráttusæti.

„Ég er mjög vongóður um að við fáum að minnsta kosti tvo menn kjörna í þessu kjördæmi og Guðfríður Lilja er að mínum dómi sterkur kandídat og mjög vel að því komin að leiða listann,“ segir Ögmundur og kveðst stoltur verði sér treyst til að skipa annað sæti listans.

Ákvörðunin sé þó ekki þeirra þar sem endanleg niðurröðun á lista fari fram í forvali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: