Innlent | mbl | 23.6 | 13:05

Yfirlýsing vegna kostnaðar við kosningabaráttu F-listans

Vegna ítrekaðra og misvísandi frétta í blöðum um að F-listi frjálslyndra og óháðra hafi auglýst oftast í aðdraganda borgarstjórnarkosninga vill borgarstjórnarflokkur F-listans koma því á framfæri að listinn auglýsti ekkert í sjónvarpi fyrir utan skjáauglýsingar. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 23.6 | 5:30

Kæru vegna kosningasmölunar nýbúa vísað frá

Kjörnefnd Sýslumannsins í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur vísað frá kæru Þjóðarhreyfingarinnar, þar sem m.a. var krafist dóms- og lögreglurannsóknar á meintri ólöglegri kosningasmölun meðal nýbúa af hálfu Framsóknarflokksins og bent á þrálátan orðróm um að fólkinu hafi verið borgað fyrir atkvæði sitt utan kjörfundar. Nefndin segir í umfjöllun sinni að engin gögn liggi fyrir sem styðji fullyrðingar kæranda. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 8.6 | 5:30

Kærir vegna blárra tjalda í kjörklefum

Lögð hefur verið fram kæra hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík um að tjöld í kjörklefum hafi víðast hvar verið blá og því hafi hlutleysis á kjörstað ekki verið gætt, eins og lög geri ráð fyrir. Meira

Innlent | mbl | 2.6 | 16:59

Þjóðarhreyfingin kærir kosningarnar í Reykjavík

Ólafur Hannibalsson á útifundi.

Ólafur Hannibalsson hefur, fyrir hönd Þjóðarhreyfingarinnar, lagt fram kæru vegna framkvæmdar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í kosningunum í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 31.5 | 5:30

Halda áfram viðræðum um stjórn borgarinnar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kynnti nýjan meirihluta í...

Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson, standa nú í viðræðum um hvernig stjórn Reykjavíkurborgar verður háttað á næstunni. Enn hefur ekki verið gefið upp hverjir munu stjórna einstökum málaflokkum. Meira

Innlent | mbl | 29.5 | 20:12

Ólafur segir sendiboða frá Vilhjálmi hafa komið til sín á kjördag

Ólafur F. Magnússon ræðir við fréttamenn í dag.

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að klukkan 6 á laugardag hefði komið til hans maður með skilaboð frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita sjálfstæðismanna og væntanlegum borgarstjóra, um að hann vildi ræða við Ólaf eftir kosningarnar um myndun nýs meirihluta. Meira

Innlent | mbl | 29.5 | 18:31

Minnihluti með fortíðarlausnir - segir Svandís

Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af framtíð borgarinnar.

Svandís Svavarsdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir að það skjóti skökku við að Björn Ingi Hrafnsson sé orðinn áttundi maðurinn sem Sjálfstæðisflokkinn vantaði til að mynda meirihluta. „Þarna er minnihluti fylgisins að mynda meirihluta, þarna eru flokkar með undir 50% fylgi samtals að mynda meirihluta um fortíðarlausnir í samgöngumálum og uppbyggingu borgarinnar," sagði Svandís í samtali við fréttastofu RÚV. Meira

Innlent | mbl | 29.5 | 18:15

Kemur á óvart að Framsókn velji gamla hjólfarið - segir Dagur

Dagur B. Eggertsson er hissa á að Framsókn hafi leitað í...

Samstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur kemur Degi B. Eggertssyni á óvart. „Ég held að Framsóknarflokkurinn hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar samstarfi með nýjabrumi og deiglu þar sem jafnræði væri á milli flokka og hins vegar gamla hjólfarið og það kemur mér á óvart að það hafi orðið fyrir valinu," sagði Dagur í samtali við fréttastofu RÚV.

Innlent | mbl | 29.5 | 16:01

Sjálfstæðismenn ræða við framsóknarmenn

Oddvitar flokkanna í Reykjavík bíða eftir tölum á laugardagskvöld.

Verið er að ganga frá samstarfi sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um myndun meirihluta í Reykjavík, samkvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðins. Verður það nánar kynnt á blaðamannafundi klukkan 17 í dag. Viðræður voru milli Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins um meirihlutasamstarf í borgarstjórn í gær en sjálfstæðismenn slitu þeim eftir hádegið í dag.

Innlent | mbl | 29.5 | 14:25

Ólafur: Finnst okkur hafa verið gefið langt nef

Ólafur F. Magnússon ræðir við fréttamenn í dag.

Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins og óháðra í Reykjavík, segir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, hafi hringt í sig í dag, klukkustund eftir að boðaður fundur fulltrúa flokkanna átti að hefjast og sagt að ekki yrði af frekari viðræðum milli flokkanna um meirihlutamyndun í borgarstjórn. Meira

Innlent | mbl | 29.5 | 13:51

Fundað um hugsanlegt meirihlutasamstarf í Reykjavík

Fulltrúar sjálfstæðismanna koma af fundi með frjálslyndum í gær.

Gert er ráð fyrir því að fulltrúar sjálfstæðismanna og frjálslyndra og óháðra í Reykjavík fundi aftur um tvö leytið í dag, vegna viðræðna um meirihlutasamstarf í borginni. Meira

Innlent | mbl | 29.5 | 8:17

Leitað eftir viðræðum við VG

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, setti sig í samband við oddvita framsóknarmanna og vinstri grænna í gær. Hann mun m.a. hafa leitað eftir viðræðum um meirihlutasamstarf við VG, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna, segist hins vegar telja eðlilegt að þeir flokkar sem hafi stöðvað sókn Sjálfstæðisflokksins í borginni ræði saman og kanni möguleika á samstarfi. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 19:57

Vilja láta reyna á hvort D og F nái saman

Ólafur Þ. Magnússon, fulltrúi F-lista, á nú í óformlegum...

Fram kom í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins ætla að láta reyna á það á næstu dögum hvort málefnalegur grundvöllur sé fyrir hendi svo flokkarnir geti ná samkomulagi um að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Viðræðurnar eru óformlegar enn sem komið er. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 18:09

Óformlegar viðræður um nýjan meirihluta í Reykjavík

Óformlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í Reykjavík hafa staðið í allan dag milli allra flokka. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagðist í fréttum Útvarps hafa rætt við flesta forystumenn flokkanna í borgarstjórn í dag. Sjálfstæðismenn og Frjálslyndir hittust á fundi í dag þar sem farið var yfir málin. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 2:26

Staðan í Reykjavík breyttist ekki þegar lokatölur birtust

Oddvitar framboðslistanna í Reykjavík í kvöld: Ólafur F....

Staðan í Reykjavík breyttist lítið þegar lokatölur voru birtar laust fyrir klukkan 2:30 í nótt. Sjálfstæðisflokkurinn fær 7 borgarfulltrúa, Samfylkingin fjóra, Vinstrihreyfingin-grænt framboð 2 og Frjálslyndi flokkurinn og Framsóknarflokkurinn 1 fulltrúa hvor. Enginn flokkur er því með meirihluta og því þurfa tveir eða fleiri flokkar að semja um að mynda meirihluta. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 22:55

Ekki útilokað að ná átta mönnum

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræðir við fréttamenn eftir að...

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segist ánægður með fyrstu tölur í borginni og ánægður með að flokkurinn skuli vera að bæta við sig. „Það er mjög mjótt á milli fyrsta manns B-lista og áttunda manns á D-lista og ég vil ekki útiloka að það geti gerst að við náum átta mönnum, og förum þá jafnvel upp í 44-45%.“ Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 22:50

„Fyrstu tölur eru stórkostlegar"

Rætt við Ólaf F. Magnússon eftir að fyrstu tölur birtust.

„Fyrstu tölur eru stórkostlegar," sagði Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslyndra og óháðra í Reykjavík, eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. Samkvæmt þeim nær F-listinn inn einum manni í borgarstjórn. Ólafur benti á að Frjálslyndir og óháðir væru með 4.180 atkvæði, í fyrstu talningu og rúmlega 10% atkvæða. „Það eru fleiri atkvæði en töldust alls upp úr kössunum síðast," sagði hann. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 22:46

Borgarbúar gera kröfu um breytingar

Dagur B. Eggertsson.

„Það stefnir í spennandi kosninganótt. Mér sýnist á þessu að Sjálfstæðisflokkurinn gæti hugsanlega náð meirihluta þrátt fyrir önnur verstu úrslit í sögu flokksins, sem endurspeglar það að atkvæði annarra flokka nýtast mjög illa fyrir mönnum í borgarstjórn,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, um fyrstu tölur úr Reykjavík. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 22:45

Ánægð með að fá tvo menn

„Ég er fyrst og fremst mjög ánægð með það að við erum komin með tvo menn örugglega inn," sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. Samkvæmt þeim ná Vinstri grænir tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Svandís sagði að Vinstri grænir hefðu greinilega verið að bæta við sig fylgi alla kosningabaráttuna. „Það staðfestir það að okkar málflutningur á hljómgrunn meðal borgarbúa. Mér finnst frábært að finna það." Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 22:12

Allir flokkar í Reykjavík fá borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum

Mynd 305813

Allir flokkar með borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum Samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík fá allir flokkar borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur er með 7 fulltrúa, Samfylking 4 fulltrúa, Vinstrihreyfingin-grænt framboð 2 fulltrúa og Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn 1 hvor. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 19:33

Kjörsókn í Reykjavík tæp 57%

Kjörsókn í Reykjavík er heldur minni en fyrir fjórum árum.

Kjörsókn í Reykjavík var orðin 56,7% klukkan 18 en þá höfðu 48.575 greitt atkvæði á kjörstað. Fyrir fjórum árum var kjörsókn 63,9% á sama tíma. Í Kópavogi voru 11.230 búnir að kjósa klukkan 19 sem eru 58% á móti 59,8% á sama tíma árið 2002. Í Hafnarfirði höfðu 8606 manns kosið eða 53,9%.

Innlent | mbl | 27.5 | 12:58

Svandís kaus í Hagaskóla

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, kaus í Hagaskóla um hádegisbil í dag, ásamt Torfa Hjartarsyni, eiginmanni sínum og börnum þeirra, Tuma og Unu. Samkvæmt skoðanakönnunum fær flokkurinn tvo borgarfulltrúa, Svandísi og Árna Þór Sigurðsson, núverandi borgarfulltrúa.

Innlent | mbl | 27.5 | 12:48

Björn Ingi kemur á kjörstað

Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, kom á kjörstað í Ölduselsskóla í morgun ásamt Hólmfríði Rós Eyjólfsdóttur, eiginkonu sinni, og sonum þeirra, Hrafni Ágústi og Eyjólfi Andra. Skoðanakannanir að undanförnu hafa bent til þess að Framsóknarflokkurinn fái einn borgarfulltrúa í Reykjavík.

Innlent | mbl | 27.5 | 12:21

Kjörsókn fer rólega af stað í Reykjavík

Kosið í sveitastjórnarkosningum í Hlíðaskóla.

Kjörsókn fer rólega af stað í Reykjavík en samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn hafa 10.207 greitt atkvæði, eða 11,92% atkvæðabærra manna og kvenna. Til samanburðar þá var kjörsókn á sama tíma fyrir fjórum árum 14,6%. Í ár var 60% meiri aukning í utanatkvæðagreiðslu en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á kjörskrá í Reykjavík eru 85.618 manns. Þá hafa engin sérstök vandamál komið upp það sem af er degi. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 10:38

Oddviti Samfylkingarinnar á kjörstað

Innlent | Morgunblaðið | 27.5 | 5:30

Allir keppa um fimmtánda borgarfulltrúann

Innlent | mbl | 26.5 | 19:56

Á gatnamótum í kosningabaráttu

Innlent | Morgunblaðið | 26.5 | 5:30

Líklegast að sátt náist um Steinunni Valdísi

Innlent | Morgunblaðið | 26.5 | 5:00

Yfirlýsing frá sjálfstæðismönnum í Breiðholti

Innlent | mbl | 25.5 | 18:46

D-listi með meirihluta samkvæmt könnun

Innlent | Morgunblaðið | 25.5 | 6:30

Allir flokkar vilja Miklubraut í stokk

Innlent | Morgunblaðið | 25.5 | 5:30

„Viljum borg með mannlífi"

Innlent | Morgunblaðið | 25.5 | 5:30

Yfirlýsing frá Þórólfi Árnasyni

Innlent | Morgunblaðið | 23.5 | 5:30

Fagna frumkvæði stúdentaráðs

Innlent | mbl | 22.5 | 18:07

Fylgi Sjálfstæðisflokks og VG eykst

Innlent | Morgunblaðið | 21.5 | 5:30

Vilja gera átak í málefnum aldraðra

Innlent | mbl | 20.5 | 17:16

Átak í málefnum aldraðra

Innlent | Morgunblaðið | 20.5 | 5:30

R-listinn klofnaði við afgreiðslu styrks til Fram

Innlent | mbl | 19.5 | 7:45

Ný könnun um afstöðu til Sundabrautar

Innlent | mbl | 10.5 | 18:26

F-listi vill lækka álögur á eldri borgara

Innlent | Morgunblaðið | 10.5 | 5:30

Gagna aflað um afnot Álftnesinga af Lönguskerjum

Innlent | Morgunblaðið | 9.5 | 5:30

Jarðir á Álftanesi nýttu líka Löngusker

Innlent | mbl | 18.4 | 18:11

Segir B-listann eiga að líta sér nær

Innlent | mbl | 18.4 | 12:13

„Kaldar kveðjur til Reykvíkinga"

Innlent | Morgunblaðið | 13.4 | 5:30

Listi Frjálslyndra og óháðra í Reykjavík

Innlent | Morgunblaðið | 8.4 | 17:23

Segir flokksmenn ekki standa við eigin samþykktir