Innlent | mbl | 28.5 | 1:46

Samfylking endaði með 54,7% í Hafnarfirði

Mynd 305868

Samfylkingin endaði með 54,7% og sjö bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og bætti við sig bæjarfulltrúa en búið er að telja atkvæðin í bænum. Sjálfstæðisflokkur fékk 27,3 og 3 bæjarfulltrúa, tapar tveimur og hefur ekki fengið minna fylgi í bænum í áratugi. Vinstrihreyfingin-grænt framboð fékk 12,1% atkvæða og 1 bæjarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn fékk 3% atkvæða en engan fulltrúa.

Innlent | mbl | 27.5 | 23:48

„Veruleg vonbrigði," sagði efsti maður Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

„Þetta er ekki það sem lagt var upp með og veruleg vonbrigði," sagði Haraldur Þór Ólason, efsti maður Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Sjálfstæðismenn fengu 26,2% og þrjá menn í bæjarstjórn eftir fyrstu talningu og misstu tvo menn. „Þetta breytist kannski eitthvað en ekki stórkostlega," sagði Haraldur Þór. „Okkar viðbrögð eru auðvitað að halda áfram og byggja fylgið upp aftur," sagði Haraldur Þór að lokum.

Innlent | mbl | 27.5 | 23:31

Hafnfirðingar þora að stíga út fyrir rammann

Vinstri Grænir eru komnir með einn mann inn í Hafnarfirði þeir hlutu 12,4% eftir fyrstu talningu, fyrir síðustu kosningar hlutu þeir 2,9% og komu ekki inn manni. Fyrir þessar kosningar voru 7,4% stærstu tölur sem þeir hlutu þannig að Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er að vonum ánægð með árangurinn. „Bæjarbúar hafa þorað að stíga aðeins út fyrir rammann og taka afstöðu með umhverfinu," sagði Guðrún Ágústa í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 22:44

„Tap Framsóknarflokksins í Hafnarfirði hluti af einhverju stærra"

Sigurður Eyþórsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði hlaut 2,8% við fyrstu talningu og telur sjálfur ekki líklegt að hann komist inn í þessum kosningum frekar en fyrir fjórum árum. „Það þarf ansi mikið að breytast til þess," sagði Sigurður. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 26.5 | 5:30

Skiptar skoðanir frambjóðenda á stækkun í Straumsvík

Efstu menn á listum tveggja flokka af þeim fjórum sem bjóða fram í Hafnarfirði hafa tekið ákveðna afstöðu til þess hvort álver Alcan í Straumsvík fái að stækka. Framsóknarflokkur segist styðja stækkun, vinstri græn eru á móti, en Samfylking og Sjálfstæðisflokkur segja gögn skorta til að taka afstöðu. Meira

Innlent | mbl | 24.5 | 18:13

Samfylking með öruggan meirihluta í Hafnarfirði samkvæmt könnun

Samfylkingin er með öruggan meirihluta í Hafnarfirði samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni rúmlega 58% og 7 bæjarfulltrúa af 11 og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 31,9% og 4 bæjarfulltrúa. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 6,8% og Framsóknarflokksins 3% en hvorugur þessara flokka fær bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Meira

Innlent | mbl | 22.5 | 7:43

Samfylking með meirihluta í Hafnarfirði samkvæmt könnun

Samfylking heldur meirihluta sínum í Hafnarfirði í kosningunum á laugardaginn samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birti í dag. Þá er meirihluti bæjarbúa hlynntur stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt könnuninni. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 20.5 | 5:30

Framsóknarflokkur og óháðir kynna stefnumál sín í Hafnarfirði

Eftir Andra Karl andri@mbl.is GJALDFRJÁLS leikskóli, lækkuð fasteignagjöld og fríar ferðir með strætisvögnum eru meðal stefnumála Framsóknarflokks og óháðra í Hafnarfirði sem kynnt voru í verslunarmiðstöðinni Firði í gær. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 16.5 | 5:30

VG í Hafnarfirði kynnti stefnu sína

Barna- og fjölskylduvænn bær, bættar almenningssamgöngur, gjaldfrjáls leikskóli, ný upplýsingamiðstöð ferðamanna, kvenfrelsi, og engin stækkun hjá álveri Alcan í Straumsvík eru meðal stefnumála Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (VG) í Hafnarfirði... Meira

Innlent | mbl | 14.5 | 17:45

Samfylking styrkir stöðu sína í Hafnarfirði

Meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar styrkist samkvæmt könnun Gallup, sem Ríkisútvarpið birti í dag. Flokkurinn bætir við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum á kostnað Sjálfstæðisflokksins en aðrir flokkar koma ekki manni að. Þá vilja liðlega 2/3 svarenda að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri gegni því starfi áfram. Meira

Innlent | mbl | 11.5 | 14:52

Um 100 atvinnuhúsalóðum úthlutað í Hafnarfirði

Frá Norðurbakkanum í Hafnarfirði

Mikil aðsókn hefur verið í atvinnuhúsalóðir hjá Hafnarfjarðarbæ og var á fundi bæjarráðs í morgun úthlutað um 100 atvinnuhúsalóðum. Lóðir á nýjum svæðum, Hellnahrauni, Selhrauni og á miðsvæði Valla hafa rokið út og hafa fjölmörg fyrirtæki fengið þar lóðir undir starfsemi og frekari uppbyggingu, að því er segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 9.5 | 5:30

Samfylkingin í Hafnarfirði kynnir stefnumál sín

„Við leggjum höfuðáherslu á að halda áfram á sömu braut og vinna hér í sátt og samkomulagi við íbúana," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og efsti maður á framboðslista Samfylkingarinnar í bænum, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Samfylkingin í Hafnarfirði kynnti kosningastefnumál sín á blaðamannafundi í gær, undir yfirskriftinni: Bjart framundan. Meira

Innlent | mbl | 18.4 | 19:55

Leikskólagjöld lækkuð í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld í leikskólum bæjarins. Tekur lækkunin gildi frá 1. maí n.k. Almenn gjöld miðað við 8 tíma vistun á dag lækka úr 28.860 krónum á mánuði miðað við fullan fæðiskostnað í 22.310 krónur. Sambærileg gjöld fyrir forgangshópa lækka úr 19.836 krónum í 15.766 krónur. Meira

Innlent | mbl | 22.3 | 8:58

Hvetja ríkið til að leggja aukið fé til samgangna á höfuðborgarsvæði

Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, lögðu fram ályktun í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um að ríkisvaldið þyrfti strax að endurskoða samgönguáætlun með tilliti til þess að aukið fjármagn komi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Meira

Innlent | mbl | 16.3 | 16:40

Afkoma Hafnarfjarðarbæjar betri en áætlað var

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári var jákvæð um 1122 milljónir króna sem er verulega betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 952 milljónir króna samanborið við 727 milljónir árið 2004. Meira

Innlent | mbl | 2.3 | 9:16

Framboðslisti VG í Hafnarfirði samþykktur

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.

Vinstrihreyfingin-grænt framboð í Hafnarfirði samþykkti tillögu um efstu sæti framboðslista til bæjarstjórnarkosninga í vor á opnum félagsfundi í vikunni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari, er í efsta sæti listans. Meira

Innlent | mbl | 1.3 | 13:38

Samþykkt að veita systkinaafslátt í Hafnarfirði

Mynd 294392

Á fundi Fræðsluráðs Hafnarfjarðar í morgun var samþykkt að foreldrar sem eiga börn bæði hjá dagmóður og í leikskóla njóti sama systkinaafsláttar fyrir það barn eða börn sem eru í leikskóla. Samþykktin tekur gildi frá og með 1. apríl nk.