Innlent | sudurlandid.is | 29.5 | 22:30

Elliði Vignisson verður bæjarstjóri Vestmannaeyja

Elliði Vignisson.

Á fundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í kvöld var skorað á oddvita listans, Elliða Vignisson að setjast í stól bæjarstjóra.„Þar kom fram einróma áskorun allra frambjóðenda um að ég myndi taka að mér starf bæjarstjóra, og ég tók þeirri áskorun og þekktist það boð. Það var síðan borið undir fulltrúaráð og einróma samþykkt þar líka,“ segir Elliði. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 23:10

„Vestmannaeyingar hafa valið nýja framtíðarsýn"

Mynd 305827

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum bætir við sig manni og fær fjóra menn inn og 54% og hreinan meirihluta eftir fyrstu talningu. „Við erum með hreinan meirihluta með stærsta sigri Sjálfstæðismanna frá upphafi í Vestmannaeyjum og höfum fulla trú á að við eigum eftir að bæta við okkur," sagði Elliði Vignisson efsti maður á lista Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 22:53

Sjálfstæðismenn með meirihluta í Vestmannaeyjum

Mynd 305827

Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Vestmannaeyjum samkvæmt fyrstu tölum í kvöld. Flokkurinn fær 54% atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, Vestmannaeyjalistinn 38,4% og þrjá fulltrúa en F-listi Frjálslyndra og óháðra fékk 2,6% og engan mann.

Innlent | mbl | 27.5 | 19:19

Kjörsókn í Eyjum heldur meiri en 2002

Klukkan 18 höfðu 1478 manns eða 49,4% kosið kosið á kjörstað í Vestmannaeyjum sem er minna en í kosningunum 2002 þegar 1696 eða 54% höfðu kosið. Séu atkvæði, sem greidd voru utan kjörfundar talin með, en þau eru óvenjumörg í ár, er kjörsókn heldur meiri en í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

Innlent | sudurlandid.is | 19.4 | 8:51

Framsóknarmenn standa ekki að framboði Vestmannaeyjalista

Á félagsfundi í Framsóknarfélagi Vestmannaeyja í gærkvöldi var samþykkt að fara fram undir merkjum flokksins í kosningum til bæjarstjórnar í maí eða alls ekki. Meira

Innlent | mbl | 11.4 | 8:13

Lúðvík áfram í efsta sæti Vestmannaeyjalistans

Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður, er áfram í efsta sæti Vestmannaeyjalistans fyrir næstu sveitarstjórnakosningar en listinn var kynntur í gærkvöldi. Listinn myndar nú meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja ásamt sjálfstæðismönnum. Meira

Innlent | mbl | 5.4 | 20:41

Framboðslistar Frjálslynda flokksins í smíðum

Arnar G. Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum, mun leiða framboðslista Frjálslyndra og óháðra við sveitarstjórnarkosningarnar í Eyjum í vor. Meira