Innlent | mbl | 2.6 | 15:38

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn mynda meirihluta í Árborg

Stefanía Katrín Karlsdóttir.

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Árborg á kjörtímabilinu. Stefanía Katrín Karlsdóttir, fyrrverandi rektor Tækniháskóla Íslands, hefur verið ráðin bæjarstjóri. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 31.5 | 5:30

D- og B-listi í viðræðum í Árborg

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Árborg hófu í gærkvöldi formlegar viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Þórunn Jóna Hauksdóttir, sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira

Innlent | mbl | 30.5 | 16:49

Slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum í Árborg

Í dag slitnaði upp úr viðræðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs um meirihlutasamstarf í Árborg. Fram kom í fréttum Útvarpsins að viðræður væru að hefjast milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Meira

Innlent | mbl | 29.5 | 21:22

Viðræðum í Árborg haldið áfram á morgun

Forystumenn Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna í Árborg sátu í kvöld á fundi í verkmenntahúsinu Hamri á Selfossi þar sem rætt var um hugsanlegt meirihlutasamstarf í bæjarstjórn. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknar, sagði samtali við fréttavefinn Sudurland.is eftir fundinn að viðræðurnar væru enn á viðkvæmu stigi. Meira

Innlent | sudurlandid.is | 29.5 | 15:28

Máli Eyþórs lauk með sekt og ökuréttindasviptingu

Máli Eyþórs Arnalds lauk hjá lögreglustjóra með sekt og ökuleyfissviptingu fyrir að aka undir áhrifum áfengis í Reykjavík snemma í maí. Á meðan Eyþór er sviptur ökuréttindum mun hann ekki taka sæti í bæjarstjórn Árborgar en engu að síður vinna með Sjálfstæðisflokknum sem fyrsti maður á lista flokksins í Árborg. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 23:10

Stefndum að því að verða stærst í Árborg

Sjálfstæðismenn í Árborg spá í spilin þegar fyrstu tölur...

„Við stefndum að því að verða stærsti flokkurinn í Árborg og við erum orðin það," sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, þegar um sextíu prósent atkvæða í sveitarfélaginu höfðu verið talin. Samkvæmt þeim ná sjálfstæðismenn fjórum mönnum inn í bæjarstjórn. Meira

Innlent | sudurlandid.is | 27.5 | 18:38

Mega skrá niður nöfn á kjósendum

ómas Ellert Tómasson, kosningastjóri D-listans í Árborg,...

Yfirkjörstjórn Árborgar hefur úrskurðað í máli D og B lista en fyrr í dag gerði Samfylkingin athugasemd við að umboðsmenn listanna væru á kjörstað og skráðu niður nöfn á kjósendum. Yfirkjörstjórn heimilaði slík og gaf ennfremur leyfi til að miðla upplýsingunum útúr kjördeild. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 16:41

Kosningarnar hafa gengið áfallalaust fyrir sig á landsbyggðinni

Myndin er tekin á kjörstað í Árborg fyrr í dag.

Um klukkan 16 var kjörsókn í nokkrum af fjölmennustu sveitarfélögunum á landsbyggðinni á milli 30-44%. Samkvæmt tölum frá kjörstjórninni á Ísafirði voru 1.086 búnir að kjósa klukkan 16. Í Reykjanesbæ voru 2.835 búnir á sama tíma. Þá voru 2.203 búnir að kjósa í Árborg. Klukkan 15 voru rétt rúmlega 4.000 búnir að kjósa á Akureyri og í Fjarðabyggð voru 862 búnir að greiða atkvæði. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 16:10

Kvartað yfir eftirlitsmönnum á kjörfundi

Yfirkjörstjórn í Árborg er að fara yfir kvörtu frá framboðslista Samfylkingarinnar í Árborg vegna eftirlitsmanna frá öðrum stjórnmálaflokkum, sem eru á kjörfundi. Hefur Samfylkingin gert kröfu um að upplýsingum, sem eftirlitsmennirnir afla, verði ekki miðlað af kjörfundinum með nokkrum hætti.

Innlent | mbl | 27.5 | 12:39

Annríki í kjördeildum Árborgar í morgun

Raðir mynduðust í kjördeildum í Árborg í morgun.

Annríki hefur verið í kjördeildum í Árborg í morgun og þar hafa raðir myndast. Fjórir flokkar bjóða fram í sveitarfélaginu, þ.e. Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Framsóknarflokkurinn. Á kjörskrá eru 5.041.

Innlent | mbl | 19.5 | 7:39

Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur dalað í Árborg

Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn missir fimm prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 42,1 prósentustig. Líkt og í síðustu könnun fengi flokkurinn fjóra bæjarfulltrúa kjörna. Framsóknarflokkur bætir við sig fylgi og segist nú 17,1 prósent myndu kjósa flokkinn. Flokkurinn fengi því einn bæjarfulltrúa kjörinn. Samfylking bætir einnig aðeins við sig fylgi og segjast nú 29,7 prósent myndu kjósa flokkinn og fengi hann því þrjá fulltrúa kjörna. Fylgi VG dalar og mælist flokkurinn nú með 10,5 prósenta fylgi og fengi mann kjörinn. Meira

Innlent | mbl | 18.5 | 9:33

Sveitarstjórnarmönnum fækkar á Suðurlandi

Sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi mun fækka um 14 eftir kosningarnar í vor. Mest munar um fækkun af völdum sameiningar þriggja hreppa í Flóanum. Þar voru samtals 15 sveitarstjórnarmenn, en verða aðeins 7 í nýja sveitarfélaginu. Þetta kemur fram á sunnlenska fréttavefnum sudurland.net.

Innlent | sudurlandid.is | 16.5 | 10:51

Deiliskipulagi mótmælt á Selfossi

Íbúar við Heiðmörk, Þórsmörk og Austurveg 61 og 63 á Selfossi hafa sent frá sér mótmæli við deiliskipulagi sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti 10. maí sl. Það er eindregin krafa íbúanna að byggingar við Austurveg 51–59 verði lækkaðar um 2-3 hæðir. Þeir segja að ekki sé einungis um brot á réttindum næstu nágranna heldur einnig breyting á aðkomu inn í Selfoss. Meira

Innlent | mbl | 14.5 | 23:12

Eyþór Arnalds dregur sig úr kosningabaráttunni

Eyþór Arnalds

Eyþór Arnalds, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segist í yfirlýsingu harma innilega það atvik sem átti sér stað sl. nótt þegar hann var tekinn við ölvunar­akstur. Slíkt hafi aldrei hent áður. Hefur Eyþór ákveðið að draga sig úr kosningabaráttunni en muni hann ná kjöri þá ætlar hann að taka sér frí frá störfum sem bæjarfulltrúi í Árborg á komandi kjörtímabili meðan á málinu stendur. Jafnframt ætli hann sér að fara í áfengismeðferð. Meira

Innlent | mbl | 13.5 | 10:15

Meirihlutinn fellur í Árborg samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins

Meirihluti Samfylkingar og Framsóknarflokks fengi fjóra bæjarfulltrúa af níu kjörna í Árborg samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna er meirihlutinn í sveitarfélaginu fallinn. Meira

Innlent | mbl | 11.5 | 21:34

Fulltrúi B-lista í Árborg telur sig ekki bundinn af ákvörðum meirihlutans

Einar Pálsson, B-lista, sem er í meirihlutasamstarfi í Árborg hefur skýrt „fyrrum” félögum sínum í meirihlutasamstarfi í Árborg frá því bréflega að hann teldi sig ekki lengur bundinn af ákvörðunum meirihlutans. Þetta kemur fram á sunnlenska fréttavefnum sudurland.net. Meira

Innlent | mbl | 26.4 | 6:22

Ragnheiður reiðubúin til að vera bæjarstjóraefni í Árborg

Yfirlýsing frá Ragnheiði Hergeirsdóttur oddvita framboðs Samfylkingarinnar í Árborg: Meira

Innlent | mbl | 25.4 | 11:02

Áskorun um að Ragnheiður Hergeirsdóttir verði bæjarstjóraefni

Samfylkingunni í Árborg barst í dag áskorun frá Ungum jafnaðarmönnum á Suðurlandi og konum í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar á Suðurlandi, þess efnis að bjóða Ragnheiði Hergeirsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Árborg, fram sem bæjarstjóraefni flokksins í kosningunum í vor. Meira

Innlent | mbl | 28.3 | 7:36

Listi framsóknarmanna í Árborg samþykktur

Tillaga uppstillingarnefndar Framsóknarfélags Árborgar vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí var samþykkt samhljóða á félagsfundi í gærkvöldi. Oddviti listans er Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar og núverandi oddviti Framsóknarflokksins í Árborg en Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, skipar heiðurssætið. Meira

Innlent | mbl | 18.2 | 22:07

Eyþór ótvíræður sigurvegari í Árborg

Sigurður Jónsson, helsti keppinautur Eyþórs, óskar honum...

Eyþór Arnalds var ótvíræður sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Árborg sem fram fór í dag. Alls kusu 1087 í prófkjörinu en nýskráningar í flokkinn voru á sjötta hundrað. „Ég er mjög ánægður með þetta traust sem allur hópurinn er að fá og ég sjálfur persónulega. Þátttakan í prófkjörinu er ótrúleg, félagaskráin hefur tvöfaldast og við höfum mikinn byr í seglunum. Listinn endurspeglar mikla breidd og hefur mikla skírskotun til Árborgarbúa," sagði Eyþór við mbl.is þegar úrslitin lágu fyrir. Meira

Innlent | mbl | 7.2 | 10:24

Framboðslisti Samfylkingar í Árborg samþykktur

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Samfylkingin í Árborg samþykkti framboðslista sinn til komandi sveitarstjórnarkosninga, á félagsfundi í gærkvöld. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarfulltrúi leiðir listann og Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi skipar annað sætið. Torfi Áskelsson bæjarfulltrúi fer nú í 5. sætið, en Ásmundur Sverrir Pálsson bæjarfulltrúi gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn Meira