77 sagðir hafa farist í loftárásum á Basra

Íbúar í Basra flytja barn sem hefur særst í árásum …
Íbúar í Basra flytja barn sem hefur særst í árásum á borgina. AP

Mohammad Said al-Sahhaf, upplýsingamálaráðherra Íraks, segir að 77 hafi farist og 366 særst í klasasprengiárásum bandamanna í Basra í suðurhluta Íraks. Árásir bandamanna á Basra hófust um níuleytið í gærmorgun, einkum var ráðist að úthverfi borgarinnar. Bandamenn gerðu einnig árásir á borgina, að sögn Al-Jazeera-sjónvarpsstöðvarinnar.

Tommy Franks, yfirmaður hernaðaraðgerða bandamanna í Írak, sagði í gær að hann hefði engin áform um að halda inn í Basra, sem er önnur stærsta borgin í Írak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert