McCartney líkir átökum í Írak við stríðið í Víetnam

Paul McCartney.
Paul McCartney.

Breski tónlistarmaðurinn Paul McCartney líkir átökum í Írak við stríðið í Víetnam. „Ástandið versnar stöðugt og við horfum fram á nýtt Víetnam-stríð,“ segir McCartney í samtali við spánska tímaritið Elmundo.

McCartney segir að ríki eins og Bretland og Spánn hafi gert rétt þegar þau ákváðu að styðja stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum í kjölfar hryðjuverkaárása hinn 11. september. Hann telur það ennfremur góðan ásetning að hefja lýðræði til vegs og virðingar í Írak og leita að gjöreyðingarvonum. Hins vegar hafi engin vopn fundist og átökin í landinu hafi magnast.

Þá segir hann að hræðilegar ljósmyndir, sem sýni bandaríska hermenn pynta írska fanga, hafi gert ástandið enn verra, að því er fram kemur í samtali McCartney við tímaritið Elmundo.

Tónleikaför McCartney í Evrópu hófst í borginni Gijon á Spáni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant