Mynd um Metallica og Ulrich á spítala

Það hefur vafalítið verið skrítið fyrir James Hetfield að leika …
Það hefur vafalítið verið skrítið fyrir James Hetfield að leika á tónleikum án félaga síns Lars Ulrich.

Senn líður að Metallica-tónleikum en þeir sem ekki geta beðið fá aldeilis góðan forsmekk þegar frumsýnd verður spáný heimildarmynd um sveitina 25. júní í Háskólabíói.

Myndin heitir Metallica: Some Kind of Monster og er tveggja klukkustunda löng heimildarmynd þar sem sveitarmönnum er fylgt eftir á árunum 2001-2003, miklum umrótartímum þar sem á tímabili leit út fyrir að dagar Metallicu væru taldir. Þá áttu sér stað mannabreytingar, menn rifust heiftarlega en út úr öllu saman kom platan St. Anger, sem að margra mati er með betri plötum sveitarinnar.

Trommarar Slipknot og Slayer hlupu í skarðið

Það er annars af væntanlegum Íslandsvinum að frétta að þeir þurftu að kalla á varatrommara til þess að geta leikið á Download 2004 tónlistarhátíðinni sem fram fór í Donington-garði í Englandi um helgina eftir að Lars Ulrich veiktist skyndilega.

Metallica átti að koma fram á Donington tónlistarhátíðinni á sunnudag en nokkrum klukkutímum áður var danski trommarinn fluttur með hraði á spítala eftir að hafa veiktst alvarlega. Sjúkdómsgreining hefur ekki verið gerð opinber.

Til þess að forðast uppþot meðal hátíðargesta var brugðið á það ráð að fá nokkra trommara til að hlaupa í skarð Ulrichs og bjarga tónleikunum fyrir horn. Sátu þeir við settið og lömdu húðirnar af gríð og erg, trommarar Slipknot og Slayer, Joey Jordison og Dave Lombardo, auk þess sem trommurótari Ulrichs tók í kjuðana. Jordison lék að sjálfsögðu með Slipknot-grímuna fyrir vitinu.

Hafði þetta í för með sér að Metallica fór 40 mínútum of seint á svið, einfaldlega vegna þess að nýju Metallica-trommararnir voru að æfa sig.

Á heimasíðu sveitarinnar segir að mikið hafi gengið á baksviðs; geisladiskarnir dregnir fram og trommararnir æft sig í offorsi í kapp við klukkuna.

Það þótti meira en lítið spes að sjá Metallica á sviði án Ulrichs, Lombardo borandi í gegnum "Horsemen" og Slip-grímuklæddur Jordison hamrandi "For Whom The Bell Tolls", "Creeping Death" og "Seek and Destroy".

Eftir því sem næst verður komist þá sluppu þeir klakklaust undan kvöðinni trommararnir þrír en Download 2004, sem er afkomandi Monsters of Rock hátíðarinnar, þótti almennt takast með miklum ágætum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson