Nedved er öðruvísi

Pavel Nedved, fyrirliði tékkneska landsliðsins, er öðruvísi en annað fólk að sögn læknis tékkneska landsliðsins í knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hnéskel Nedveds er í þremur hlutum en venjulega er hnéskelin eitt samfellt bein. "Flestir eru þannig gerðir að hnéskelin er stakt bein. Um eitt prósent fólks hefur tvo hluta en aðeins Nedved hefur þrjá. Við komumst ekki að þessu fyrr en hann fór til Ítalíu og hann var skoðaður af ítölskum læknum. Við höfðum ekki tekið eftir neinu," sagði Petr Krejci, læknir tékkneska landsliðsins. Báðar hnéskeljar Nedveds eru í þremur hlutum og sagði Krejci að þessi líkamsbygging útskýrði hlaupalag hans og knatttækni. Nedved, sem spilar með Juventus á Ítalíu, var nýlega kjörinn knattspyrnumaður ársins en hann hefur spilað gríðarlega vel fyrir Tékkland í Evrópukeppninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert