Tveggja alda gömul golfkúla á uppboði

AP

Nú stendur golfkeppnistímabilið sem hæst í Bretlandi sem annarstaðar en á fimmtudag hefst opna breska meistaramótið í golfi, eitt af fjórum svonefndum risamótum sem haldin eru árlega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Það fer að þessu sinni fram á Royal Troon golfvellinum skammt frá Glasgow í Skotlandi. Það fer því vel á því, að í morgun var golfkúla frá árinu 1790 seld á uppboði í Edinborg. Kúlan, sem er búin til úr fjöðrum, seldist á 24 þúsund pund, jafnvirði tæpra 3,2 milljóna króna. Á myndinni sést gestur á uppboðinu skoða kúluna gegnum stækkunargler.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert