Ný ríkisstjórn tekin við völdum

mbl.is/Kristinn

Ný ríkisstjórn tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær, fjórða ríkisstjórnin undir forsæti Davíðs Oddssonar. Fyrir hádegi var þriðja ráðuneyti Davíðs veitt lausn frá störfum en að því búnu snæddu ráðherrarnir hádegisverð á Bessastöðum í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.

Tveir nýir ráðherrar, Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, og Árni Magnússon, Framsóknarflokki, undirrituðu eiðstaf og hafa því formlega tekið við ráðuneytum dóms- og kirkjumála og félagsmálaráðuneyti. Stefnt er að því að 129. löggjafarþing Alþingis komi saman nk. mánudag.

Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn stilltu sér upp við tröppur Bessastaða í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert