Íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar

    Innihaldið
  • Gerð er krafa um að notuð sé endurnýjanleg orka, notkun hennar leiði til samdráttar í losun hnattrænt, besta fáanlega tækni sé notuð og að bestu umhverfisvenjur séu viðhafðar í framleiðslunni.
  • Nær aðeins til smáríkja sem losuðu minna en 0,05% af heildarlosun iðnríkjanna árið 1990. Ísland losar á milli 0,01 og 0,02%.
  • Undanþegið losunarskuldbindingum iðnríkjanna sem felast í Kyoto-bókuninni, þ.e. að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna um 5,2% á árunum 2008–2012, miðað við losun hvers ríkis árið 1990. Þýðingin fyrir Ísland
  • Gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að staðfesta Kyoto-bókunina.
  • Felur í sér þak á heildarundanþágu vegna stóriðjulosunar hérlendis. Þakið miðast við 1,6 milljónir tonna af koltvísýringi.
  • Undir þessu þaki er svigrúm fyrir þá stóriðju sem risið hefur frá 1990 og er til skoðunar, sbr. stækkun ÍSAL, stækkun Járnblendiverksmiðjunnar, stækkun Norðuráls og fyrirhugaða álverksmiðju á Reyðarfirði.
  • Markmið íslenska ákvæðisins er að aukning losunar gróðurhúsalofttegunda á árunum 2008–2012 fari ekki yfir 10% af losun landsins árið 1990, sem var þá tæpar þrjár milljónir tonna koltvísýrings.
  • Til að uppfylla Kyoto-bókunina, án tillits til ákvæðisins, mega Íslendingar ekki losa meira en 3,3 milljónir tonna á ári 2008–2012. Sagan
  • 1997: Á síðustu stigum aðildarríkjaþings loftslagssamningsins í Kyoto í Japan var ákvæðið sett fram að frumkvæði sendinefndar Íslands.
  • 1998: Útfærsla hófst á aðildarríkjaþinginu í Buenos Aires í Argentínu en ekki var reiknað með að ákvæðið yrði afgreitt.
  • 1999: Tæknileg umræða hélt áfram á þingi loftslagssamningsins í Bonn í Þýskalandi og komst ákvæðið meira inn í pólitíska umræðu.
  • 2000: Fór í gegnum vísinda- og tækninefnd loftslagsráðstefnunnar í Haag í Hollandi, þeirrar sjöttu í röðinni, og var tilbúið til lokaumfjöllunar á næsta ráðherrafundi samningsins ásamt 1.600 málum úr öðrum undirnefndum.
  • 2001: Ráðherrafundur í Bonn í júlí gekk frá samkomulagi um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar og íslenska ákvæðið var þar á meðal. Beðið var með lokaafgreiðslu til næsta aðildarríkjaþings.
  • 2001: Ákvæðið samþykkt við lokaafgreiðslu á sjöunda aðildarríkjaþinginu í Marrakesh í Marokkó 10. nóvember.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert