Beaujolais Nouveau sent út í heim

Kössum með Beaujolais Nouveau hlaðið í Antonov flutningavél á flugvellinum …
Kössum með Beaujolais Nouveau hlaðið í Antonov flutningavél á flugvellinum í Lyon í Frakklandi en þaðan var ferðinni heitið til Tókýó. AP

Þótt enn sé vika til þriðja fimmtudags í nóvember, en þá má fyrst smakka 2002-árganginn af rauðvíninu Beaujolais Nouveau, er þegar farið að senda vínið út í heim. Margir bíða þessa víns með tilhlökkun en Beaujolais Nouveau er ungt vín, framleitt úr Gamay-þrúgunni, sem gerjast hratt. Vínið, sem þykir létt og ávaxtamikið, er með vinsælli útflutningsvörum Frakka en stærsti hlutinn af framleiðslunni er fluttur til Þýskalands, Japans og Bandaríkjanna. Á Saint Exupery-flugvelli í Lyon hefur verslunarráð borgarinnar tekið frá 10 þúsund fermetra svæði í tengslum við útflutning á Beaujolais Nouveau og í dag var verið að lesta flutningaflugvélar sem fluttu vínið til Japans og fleiri landa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant