Chelsea Clinton á Hverfisbarnum

Lára og Chelsea.
Lára og Chelsea.

Chelsea Clinton, dóttir Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, kom við á Hverfisbarnum í Reykjavík á föstudagskvöldið var. "Hún hélt að það væri ekkert mál að koma til Íslands því enginn myndi þekkja hana. Allt í einu komst upp hver þetta var og þá fór fólk að tala við hana," segir Lára Jónasdóttir sem tók hana tali og spurði um ferðir hennar.

Sagðist Chelsea vera að heimsækja vin vinkonu sinnar sem dvelur hér við nám. "Hún var voða fín en örugglega svolítið stressuð," segir Lára.

"Henni var hleypt inn eftir að hafa beðið í röð eins og allir aðrir. Síðan fréttum við að þetta hefði verið Chelsea Clinton," segir Haukur Sigmarsson, dyravörður á Hverfisbarnum, sem var að vinna þetta kvöld. Hann segir hana hafa verið í slagtogi með fimm dæmigerðum bandarískum háskólastúdentum og látið lítið á sér bera. Enginn lífvörður hafi verið með í för og hún yfirgefið staðinn eftir um tvo tíma. Áður lét Lára smella af sér mynd með henni á góðri stund sl. föstudagskvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson