Ungfrú fíll kjörin í Taílandi

Keppendur í keppninni um ungfrú Júmbó í Taílandi.
Keppendur í keppninni um ungfrú Júmbó í Taílandi. AP

Tuttugu og fimm ára gömul hjúkrunarkona, sem vegur 95 kg, sigraði í árlegri fegurðarsamkeppni sem haldin er í Taílandi fyrir konur sem láta aukakíló ekki á sig fá.

Keppnin er nefnd ungfrú Júmbó og er m.a. haldin til heiðurs taílenska fílnum og er þar safnað fé til sjálfboðastarfs sem miðar að því að hindra að fíllinn deyi út í landinu. Nongnuch Paynguleaom bar sigurorð af 19 öðrum keppendum en hún þótti sýna best þau einkenni sem fíllinn býr yfir.

Konurnar settu stút á varirnar til að líkja eftir fílsrana, dönsuðu og sungu popplög og hefðbundin taílensk þjóðlög fyrir um 1000 áhorfendur sem komu saman í fílagarðinum í Samphran-dýragarðinum.

Þetta er í sjöunda skipti sem keppnin er haldin. Sigurvegarinn hlaut jafnvirði um 100 þúsund krónur að launum. Þá fékk þyngsti keppandinn sérstaka viðurkenningu. Hana hlaut Supaporn Dongkhair, 23 námsmaður frá Bankok en hún reyndist vera 159 kg að þyngd.

Aðeins eru nú um 5 þúsund fílar í Taílandi og þar af eru um 2200 villtir. Sérfræðingar segja að stofninn kunni að deyja út innan 15 ára verði ekki gripið til ráðstafana.

Luxkana Tayommai, einn keppandinn, dansar í keppninni.
Luxkana Tayommai, einn keppandinn, dansar í keppninni. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson