Jagger styður við bakið á ólánsömum frænda

Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones.
Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones. AP

Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, hefur heitið því að styðja við bakið á frænda sínum, sem er eiturlyfjasjúklingur og dvelur í fangelsi næstu 12 mánuði eftir innbrot. Jagger telur að fangelsisdvölin verði ekki til þess að frændi sinni komist yfir eiturlyfjafíkn sína.

John Jagger, 24 ára, braust inn á heimili dómara í Lundúnum þar sem hann komst yfir þrjú kreditkort, farsíma, lykla, gleraugu og skjalatösku. Hann komst undan um glugga á efstu hæð hússins, en skildi eftir sig fingraför sem leiddu til þess að hann var handtekinn, að sögn ananova.com. Mick Jagger sagðist vera undrandi á dóminum þar sem John hafi ekki fengið leyfi til þess að ljúka við meðferð sína.

"John hefur reynst duglegur í baráttu við vandamál sín og því er dómurinn áfall. Fjölskyldan ætlar hins vegar að styðja heilshugar við bakið á honum," segir Jagger.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler