17 högg á einni golfbraut

Englendingurinn Chris Gane var hálf niðurdreginn þegar hann kom í hús á Gleneagles golfvellinum á Skotlandi í dag. Hann fór 18. brautina nefnilega á 17 höggum, 12 yfir pari.

„Hefur þú séð myndina Zorro?" spurði Gane á eftir. „Mér leið eins og ég væri að leika í henni þegar ég var að sveifla."

Eina huggun Ganes, sem fór hringinn á 89 höggum, er að þetta er ekki met á evrópsku mótaröðinni í golfi. Frakkinn Philippe Porquier notaði 20 högg á einni braut á La Baule golfvellinum á opna franska meistaramótinu árið 1978. Walesverjinn Ian Woosnam fór eina holuna á 16 höggum í sama móti árið 1986. Þá notaði bandaríski kylfingurinn John Daly 18 högg á einni braut í móti á bandarísku mótaröðinni fyrir nokkrum árum þegar hann skaut kúlunni nokkrum sinnum í vatn.

Allt leit vel út hjá Gane í morgun og eftir tvö högg var hann á brautinni og leiðin virtist greið inn á flöt í þriðja högginu. En þá lenti kúlan hins vegar í karga. Eftir að hafa reynt þrisvar að slá kúluna þar tók Gana víti og taldi að auðveldara yrði að slá kúluna þar sem hann lét hana falla. Það reyndist ekki vera rétt.

„Ég hætti að telja hve oft ég reyndi að hreyfa hana. Loks hoppaði kúlan um 6 metra og þegar ég kom henni inn á flötina brutust út mikil fagnaðarlæti. Ég dauðskammaðist mín hins vegar," sagði Gane.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson