Feta-sveit stofnuð innan grísku lögreglunnar

Grikkir hafa lýst yfir stríði á hendur vondum osti og hafa heitið því að mynda sérstaka „feta“-sveit innan lögreglunnar eftir þrjú tonn af hinum þekkta gríska fetaosti sem fluttur var til Noregs reyndust innihalda listeríu.

Listería er tegund baktería sem finnast í saur. Giorgios Dris landbúnaðarráðherra sagði í yfirlýsingu sem gefin var út í dag að mikilvægt væri að setja upp sérstaka ostaeftirlitssveit til að koma í veg fyrir frekari áföll í helstu útflutningsgreininni. „Við verðum miskunnarlaus,“ segir Dris sem hefur nefnt nýju sveitina „feta-lögregluna“.

Eftir áralanga deilu ákvað Evrópusambandið á síðasta ári að gefa Grikkjum einkaleyfi á því að nota nafnið „feta“. Danir, sem framleiða mikið af feta-osti, reyna nú að fá ákvörðuninni hnekkt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant