Eigi má sköpum renna

Kambódískur unglingur hlaut óvenjulegan dauðdaga, eftir því sem Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá, þegar hann brá sér í sund með fjölskyldu sinni skammt frá Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu.

Drengurinn, Lim Vanthan, 17 ára að aldri, stakk sér til sunds og auðnaðist að veiða með berum höndum fágætan fisk sem Kambódíumenn nefna kantrob. Gleði hans varð þó skammvinn en bráðin rann honum úr greipum og endaði í munni hans þar sem dýrið sat fast á varnargöddum sem standa út úr baki þess. Fóru leikar svo að Lim kafnaði áður en unnt var að koma honum á sjúkrahús til meðhöndlunar. Dagblaðið Rasmei Kampuchea greindi frá slysinu og lét fylgja þá athugasemd að slys sem þetta sýndi að fólki væri hollara að fara varlega við allar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson