Elsti stúdent Norðmanna er 82 ára

Það er aldrei of seint að hefja nám til stúdentsprófs ef marka má 82 ára gamla norska konu sem varð nýlega stúdent við menntaskólann í Tromsö. Hún heitir Edith Charlotte Antonsen og er elst Norðmanna til að útskrifast sem stúdent.

Edith Charlotte sagði að það hafi verið mjög gaman að setjast á skólabekk með mun yngra fólki og það hafi aldrei verið neitt vandamál. Þeir yngri voru alltaf tilbúnir að aðstoða hana þegar hún þurfti á því að halda.

Hún vann sem sjúkraliði í Tromsö þar til hún hætti að vinna 74 ára gömul. Í stað þess að setjast í helgan stein hóf hún nám í menntaskólanum í Tromsö og hefur nú lokið þaðan stúdentsprófi. Spurningin er hvort hún hyggi nú á frekara nám.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson