Clapton langaði að ganga í Rolling Stones

Eric Clapton langaði að ganga í Rolling Stones fyrir þrjátíu …
Eric Clapton langaði að ganga í Rolling Stones fyrir þrjátíu árum. AP

Enska gítarleikarann Eric Clapton dauðlangaði að ganga í rokkhljómsveitina Rolling Stones árið 1974. Keith Richards, gítarleikari hljómsveitarinnar, upplýsir þetta í viðtali við tímaritið Mojo og segir að Clapton hafi nýlega skýrt sér frá þessari löngun sinni.

Richards segir, að Clapton hafi langað að ganga í Rolling Stones þegar Mick Taylor hætti en lét aldrei vita af því þar sem hann hafi talið að Mick Jagger eða Richards myndu hringja í hann og bjóða honum starfið. Richards segir hins vegar, að Clapton hefði aldrei fengið inngöngu í hljómsveitina þar sem hann sé of latur.

„Sumir eiga heima í hljómsveitum og sumir ekki. Ef einhver er latari en ég þá er það Eric," segir Richards í viðtalinu. „Hann hefur allt sem þarf en Eric er að sumu leyti eins og Mick Taylor. Hann þarf að ráða menn til að spila með sér til að fá spark í rassinn."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant