Malcolm talar íslensku á Skjá einum

Skjár einn hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á íslenska talsetningu á þátttunum Malcolm í miðið (Malcolm In The Middle).

Þessir bráðfjörugu gamanþættir hafa notið stöðugra vinsælda allt síðan þeir hófu göngu sína á Skjá einum á upphafsdögum stöðvarinnar. Þeir höfða enda einkar vel til allrar fjölskyldunnar, fjalla um unga uppátækjasama bræður og eilífar erjur þeirra við foreldra sína og nágranna. Má segja að fyrirmynd þáttanna sé sumpartinn Simpson-fjölskyldan, en margt er líkt með þessum þáttum og húmorinn áþekkur.

Það er Lotus-hljóðsetning sem sá um að talsetja þættina en Davíð Þór Jónsson þýddi þá yfir á íslensku. Jakob Þór Einarsson leikstýrir talsetjurum en þeir eru m.a.: Malcolm-Alexander Briem, Lois (mamman)-Jóhanna Jónas, Hal (pabbinn)-Steinn Ármann Magnússon, Greg-Örn Árnason, Frú Jensen-Margrét Ákadóttir.

Fyrsti íslenski Malcolm í miðið er í kvöld á Skjá einum kl. 20 en þættirnir eru endursýndir á föstudögum kl. 23 og sunnudögum kl. 19.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant