Nói albínói fær 11 tilnefningar til Edduverðlauna

Tómas Lemarquis er Nói albínói. Tómas er m.a. tilnefndur sem …
Tómas Lemarquis er Nói albínói. Tómas er m.a. tilnefndur sem leikari ársins.

Kvikmyndin Nói albínói, eftir Dag Kára Pétursson, fékk 11 tilnefningar til Edduverðlaunanna árið 2003, en tilnefningarnar voru kynntar í dag. Kvikmyndin var tilnefnd í öllum flokkum kvikmynda í fullri lengd nema leikkonu ársins, þar á meðal sem kvikmynd ársins ásamt Stellu í framboði eftir Guðnýju Halldórsdóttur og Stormviðri eftir Sólveigu Anspach.

Stuttmyndin Karamellumyndin, sem Þeir tveir kvikmyndagerð framleiddi, hlaut 5 tilnefningar til Eddu-verðlauna. Hafa aðstandendur myndarinnar ákveðið að halda sérstaka hátíðarsýningu á sunnudaginn kl. 17:30 í stóra salnum í Háskólabíó. Er um aðeins eina sýningu að ræða og verður aðgangur að henni ókeypis.

Eddu-hátíðin verður haldin föstudaginn 10. október í húsakynnum Nordica hótel við Suðurlandsbraut.

Tilnefningarnar voru eftirfarandi:

LEIKARI ÁRSINS:
Ólafur Darri Ólafsson fyrir stuttmyndina Fullt hús
Tómas Lemarquis fyrir Nóa albínóa
Þórhallur Sigurðsson (Laddi) fyrir Stellu í framboði

LEIKKONA ÁRSINS:
Edda Björgvinsdóttir fyrir Stellu í framboði
Elodie Bouchez fyrir Stormviðri
Sigurlaug (Didda) Jónsdóttir fyrir Stormviðri

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Hjalti Rögnvaldsson fyrir Nóa albínóa
Þorsteinn Gunnarsson fyrir Nóa albínóa
Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Nóa albínóa

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Anna Friðriksdóttir fyrir Nóa albínóa
Edda Heiðrún Backman fyrir Áramótaskaupið 2002
Elín Hansdóttir fyrir Nóa albínóa

SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS:
Áramótaskaupið 2002
Leikstjórn: Óskar Jónasson. Handrit: Hallgrímur Helgason, Hjálmar Hjálmarsson, Óskar Jónasson. Framleiðandi: Sjónvarpið
Fólk með Sirrý
Umsjón: Sigríður Arnardóttir. Dagskrárgerð: Kolbrún Jarlsdóttir. Framleiðandi: Skjár einn
Laugardagskvöld með Gísla Marteini
Umsjón: Gísli Marteinn Baldursson. Dagskrárgerð: Sigríður Guðlaugsdóttir og Egill Eðvarðsson. Framleiðandi: Sjónvarpið
Sjálfstætt fólk
Umsjón: Jón Ársæll Þórðarsson. Dagskrárgerð: Jón Ársæll Þórðarsson og Steingrímur Jón Þórðarson. Framleiðandi: Stöð 2
Popppunktur
Umsjón: Felix Bergsson og Gunnar Lárus Hjálmarsson. Dagskrárgerð: Sindri Kjartansson. Framleiðandi: Skjár einn
Spaugstofan
Umsjón/handrit: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson. Framleiðandi: Sjónvarpið

SJÓNVARPSFRÉTTAMAÐUR ÁRSINS:
Brynhildur Ólafsdóttir Stöð 2
Egill Helgason Silfur Egils - Skjá einum
Ómar Ragnarsson Sjónvarpinu

HEIMILDARMYND ÁRSINS:
Á meðan land byggist
Stjórnandi: Ómar Ragnarsson. Handrit: Ómar Ragnarsson. Framleiðandi: Hugmyndaflug
Ég lifi - Vestmannaeyjagosið 1973
Stjórnandi: Magnús Viðar Sigurðsson. Handrit: Margrét Jónasdóttir. Framleiðandi: Páll Baldvin Baldvinsson/Storm/Stöð 2
Hlemmur
Stjórnandi : Ólafur Sveinsson. Framleiðandi: Gerd Haag/Ólafur Sveinsson
Hrein og bein - sögur úr íslensku samfélagi
Stjórnendur: Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Þorvaldur Kristinsson. Framleiðandi: Krumma kvikmyndir
Mótmælandi Íslands
Stjórnendur: Jón Karl Helgason, Þóra Fjelsted. Framleiðandi: Böðvar Bjarki Pétursson/Tuttugu geitur

HLJÓÐ OG MYND:
Jón Karl Helgason fyrir kvikmyndatöku og klippingu Mótmælanda Íslands
Rasmus Videbæk fyrir kvikmyndatöku Nóa albinóa
Sigurrós fyrir tónlist í Hlemmi

ÚTLIT MYNDAR:
Bjarki Rafn Guðmundsson fyrir brellur í Karamellumyndinni
Jón Steinar Ragnarsson fyrir leikmynd í Nóa albinóa
Stígur Steinþórsson fyrir leikmynd í Karamellumyndinni

HANDRIT ÁRSINS:
Dagur Kári Pétursson fyrir Nóa albinóa
Gunnar B. Guðmundsson fyrir Karamellumyndina
Ólafur Sveinsson fyrir Hlemm

LEIKSTJÓRI ÁRSINS:
Dagur Kári Pétursson fyrir Nóa albinóa
Gunnar B. Guðmundsson fyrir Karamellumyndina
Ólafur Sveinsson fyrir Hlemm

BÍÓMYND ÁRSINS:
Nói albínói
Leikstjóri: Dagur Kári Pétursson. Handrit: Dagur Kári Pétursson. Framleiðendur: Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson/Zik Zak kvikmyndir.
Stella í framboði
Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir. Handrit: Guðný Halldórsdóttir. Framleiðandi: Halldór Þorgeirsson/Umbi.
Stormviðri
Leikstjóri: Sólveig Anspach. Handrit: Sólveig Anspach, Cécile Vargaftig, Pierre E. Guillaume, Roger Bohbot. Framleiðandi : Sögn ehf, Ex Nihilo, Les Films du Fleuve.

STUTTMYND ÁRSINS:
Burst
Leikstjóri: Reynir Lyngdal. Danshöfundur: Katrín Hall. Framleiðendur: Anna Dís Ólafsdóttir, Jón Þór Hannesson/Saga Film.
Karamellumyndin
Leikstjóri : Gunnar B. Guðmundsson. Handrit: Gunnar B. Guðmundsson. Framleiðandur: Davíð Már Bjarnason, Óskar Þór Axelsson/Þeir tveir
Tíu Laxnesmyndir
Leikstjóri: Ýmsir. Handrit: Ýmsir. Framleiðandi: Sveinbjörn I Baldvinsson/Túndra

TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS:
Allt sem ég sé (Írafár)
Leikstjóri: Guðjón Jónsson. Framleiðandi : Agn
Life in a Fish Bowl (Maus )
Leikstjórar: Björn Thors og Börkur Sigþórsson. Framleiðandi : Réttur dagsins ehf
Mess it up (Quarashi)
Leikstjóri : Gaukur Úlfarsson. Framleiðandi: Skífan

HEIÐURSVERÐLAUN 2003:
Knútur Hallsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri fyrir framlag sitt til kvikmyndamála á Íslandi

SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS:
Verður valinn í skoðanakönnun Gallup á Íslandi og af almenningi á mbl.is. Mun könnun Gallup hafa 70% vægi á móti 30% vægi netkosningarinnar á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson