Hljómsveitin Europe snýr aftur

The Final Countdown með Europe.
The Final Countdown með Europe.

Sænska rokksveitin Europe, sem náði verulegum vinsældum með laginu "The Final Countdown", ætlar að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið frá 1992, en þá hætti sveitin störfum eftir 10 ára velgengni. Liðsmenn Europe hyggja á tónleikaferðalag. Þá er ný breiðskífa í smíðum.

Joey Tempest, söngvari Europe, segir að nýja efnið sé ferskt og hart rokk, en engu að síður dæmigerðar melódíur eins og Europe var þekkt fyrir. John Leven bassaleikari Europe segist gríðarlega spenntur að hitta aðdáendur sveitarinnar á ný, að sögn BBC. lagið "The Final Countdown" seldist 10 milljónum eintaka og var í efsta sæti á vinsældarlistum í 10 löndum árið 1986. Sveitin hefur einu sinni komið saman frá því að hún hætti, en það var á nýársdag í Stokkhólmi árið 1999. Liðsmenn sveitarinnar hafa undanfarin ár gælt við að snúa aftur í sviðsljósið og vinna þessa dagana að nýju efni fyrir væntanlega breiðskífu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant