Zellweger boðnar 2 milljónir punda fyrir að léttast

Renée Zellweger
Renée Zellweger AP

Bandaríska fyrirtækið Weight Watchers, sem sérhæfir sig í megrunarráðgjöf, hefur boðið bandarísku kvikmyndaleikkonunni Renée Zellweger tveggja milljóna dala auglýsingasamning ef hún notar aðferðir fyrirtækisins til að losa sig við aukakílóin sem hún hefur aflað sér til að passa á ný inn í hlutverk Bridget Jones.

Zellweger þurfti að þyngjast fyrir tökur á myndinni Bridget Jones: The Edge of Reason. Nú mun Weight Watchers vilja að leikkonan komi fram í auglýsingum ásamt hertogaynjunni af Jórvík, sem er á mála hjá fyrirtækinu. Heimildarmenn segja að Zellweger sé að íhuga þetta tilboð.

Zellweger þyngdi sig áður en hún lék í myndinni Bridget Jones's Diary árið 2001 og fór í kjölfarið í hinn svonefnda Atkinskúr og endurheimti spengilegan vöxt sinn.

Zellweger fékk 2 milljóna punda bónusgreiðslu, nærri 260 milljónir króna, fyrir að samþykkja að þyngja sig fyrir nýju Bridget Jones-myndina en hún fær að auki 12 milljónir punda fyrir myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant