Raftæki á borð við hárþurrkur geti haft skaðleg áhrif

Vísindamennirnir segja að endurtekin notkun á tækjum á borð við …
Vísindamennirnir segja að endurtekin notkun á tækjum á borð við hárþurrkur geti haft skaðleg áhrif á heilafrumur. mbl.is/RAX

Vísindamenn við Washington háskóla í Seattle, hafa komist að því í nýrri rannsókn, að verði mannslíkaminn fyrir endurteknu áreiti rafsegulmagns í litlum skömmtum, svo sem við reglulega notkun hárþurrka, kaffivéla og rafmagnsteppa, geti það leitt til skemmda á DNA erfðaefni í heilafrumum. Hingað til hafa vísindamenn haldið því fram að rafsegulmagn í jafn litlum skömmtun og hlýst af notkun slíkra tækja hafi ekki áhrif á líkamann þar sem þau séu ekki að nægilega sterk til þess að vinna á efnatengjum í heilafrumum.

Niðurstöður lífefnaverkfræðinganna Henry Lai og Narendra Singhv við háskólann í Washington, sýndi að í tilraunarottum, sem urðu fyrir áreiti rafsegulmagns sem er 60 herts að styrk í alls 24 klukkustundir, skemmdust DNA strengir í heilafrumum. Yrðu rotturnar fyrir áreiti rafsegulmagns af sama styrk í alls 48 klukkustundir, skemmdust DNA strengirnir enn frekar.

Lai og Singh komust einnig að því að endurtekið áreiti rafsegulmagns á heilafrumur virðist leiða til þess að þær eyða sjálfum sér þar sem þær eru ekki færar um að endurnýja sig. Svipar þeim niðurstöðum til rannsóknar sem gerð var 1995 en þar var áreiti segulmagnsins 10 sinnum meira og var beint að tilraunadýrunum í tvær klukkustundir samfleytt.

Rannsókn háskólans í Washington bendir aftur á móti til þess að áreiti af völdum segulmagns í litlu magni í hvert sinn, leiði til þess að áhrifin safnist smám saman upp og hafi fyrrgreindar afleiðingar á heilafrumur. „Flest fólk verður fyrir þessum áhrifum í litlum skömmtun, til dæmis við að blása á sér hárið í nokkrar mínútur í senn, eða með því að raka sig með rafdrifinni rakvél. Við komumst að því að áhrifin af þessari notkun safnast upp,“ segir Lai.

Lai og Singh eru þó ekki að hvetja til þess að fólk hætti að þurrka hár sitt með hárþurrkum eða hætti að nota rafdrifnar vekjaraklukkur, en benda á að mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir þeim uppsöfnunaráhrifum sem slíkt notkun hefur og reyna að lágmarka notkun slíkra tækja. Þetta eigi sérstaklega við um rafdrifin tæki sem fólk beinir þétt að líkamanum, svo sem hárþurrkur.

Hingað til hafa vísindamenn talið að áreiti sem hlýst af rafsegulmagni í litlum skömmtum sé ekki skaðlegt því svo lítið segulmagn nái ekki að skaða heilafrumurnar, en hin nýja rannsókn háskólans í Washington gengur þvert á þessar kenningu.

Búið er að gera samanburðarrannsókn vegna rannsóknar vísindamannanna í Washington og er hægt að nálgast rannsóknina á Netinu á heimasíðu Environmental Health Perspectives.

Environmental Health Perspectives

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant