Þrándheimsháskólar veita ástarlífstryggingu

Háskólarnir í Þrándheimi í Norður-Noregi hafa lýst því yfir að þeir ábyrgist að allir nemendur skólanna muni ná sér í kærustu eða kærasta á meðan þeir stunda þar nám.

„Við þorum að ábyrgjast, að þú munt einnig verða ástfanginn og finna félaga. Kannski ekki fyrsta daginn en sýndu þolinmæði og það mun gerast," segir á heimasíðu lista- og menningarstofnunar háskólanna í borginni.

„Og auðvitað máttu taka félaga þinn með þér. Ef þú átt þegar kærustu eða kærasta þurfið þið ekki að skilja þegar þú hefur nám í Þrándheimi."

150 þúsund manns búa í Þrándheimi en um 30 þúsund manns stunda nám í háskólunum. „Fimmti hver íbúi borgarinnar er námsmaður og því er Þrándheimur ung og lífleg borg... Þótt háskólar reyni að fá nemendur sem náð hafa góðum árangri í námi höfum við nú ákveðið að leggja áherslu á jákvæðu þættina við að koma til Þrándheims til að stunda nám," sagði Tove Lill Karlsen, verkefnisstjóri.

Karlsen viðurkenndi að engin tölfræði lægi á bak við fullyrðingarnar en fullyrti að öllum sem stunduðu nám í Þrándheimi í nokkur ár ætti að takast að komast að minnsta kosti einu sinni „á sjens" þar sem félagslífið væri svo fjölbreytt.

Með yfirlýsingunni á netsíðunni fylgir smátt letur þar sem segir að námsmenn geti ekki setið aðgerðalausir og beðið eftir því að tækifærin komi upp í hendur þeirra heldur verði þeir að haga sér vel, vera hreinir og koma vel fyrir.

Yfirlýsing háskólanna

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant