Latibær slær áhorfsmet í Bandaríkjunum

Þrír leikarar sjást í þáttunum, en hinar persónurnar eru brúður. …
Þrír leikarar sjást í þáttunum, en hinar persónurnar eru brúður. Hér eru Glanni glæpur, Solla stirða og íþróttaálfurinn í góðum gír.

Sjónvarpsþættirnir um Latabæ, Lazytown, voru frumsýndir í Bandaríkjunum í síðustu viku og áttu mest áhorf alls barnaefnis fyrir börn á aldrinum 2 til 11 ára fyrstu daga sína í sýningu.

Alls horfðu um 10 milljónir manna á þættina í síðustu viku á barnasjónvarpsstöðinni Nick Jr. en enginn nýr þáttur hefur fengið eins mikið áhorf á stöðinni síðustu fjögur ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Latabæjar á Íslandi.

Þættirnir eru hugarfóstur Magnúsar Scheving og fer hann jafnframt með hlutverk Íþróttaálfsins kattliðuga. En það voru ekki aðeins börn sem kunnu að meta Íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Glanna glæp og alla hina íbúa Latabæjar því þættirnir mældust með mesta áhorf meðal kvenna á aldrinum 18 til 49 ára í allt sumar hjá Nick Jr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson