Dylan snýr aftur til Newport

Bob Dylan.

Bob Dylan.
mbl.is

Það er ekki oft sem vatnaskil í tónlist eru rakin til ákveðinnar dagsetningar, en enginn vafi þykir leika á því hvenær múrinn milli þjóðlagatónlistar og rokks var rifinn niður. 25. júlí árið 1965 steig renglulegur drengur frá Minnesota á svið á þjóðlagahátíðinni í Newport, stakk gítarnum sínum í samband og setti allt á annan endann. Bob Dylan hafði fram að þessu verið í fararbroddi vakningar í þjóðlagatónlist í Bandaríkjunum ásamt Joan Baez og fleirum og hátíðin í Newport í Rhode Island var nánast helg í hugum hreinstefnumanna í greininni. Þegar Dylan færði tónlist sína í rokkbúning við undirleik Paul Butterfield Blues Band þótti þeim hann hafa selt sál sína og gengið andstæðingnum á hönd.

Í dag snýr Dylan aftur til Newport í fyrsta skipti síðan hinir sögufrægu tónleikar voru haldnir. Mörgum þykir þetta sögulegur viðburður og hafa miðar selst mun hraðar en venja er á þjóðlagahátíðina í Newport.

Þegar Dylan tróð upp í Newport 1965 var baulað á hann og haft er fyrir satt að það hafi þurft að koma í veg fyrir það með valdi að Pete Seeger tæki sundur rafmagnskapal Dylans með öxi. Nú er Dylan 61 árs og tónlist hans í Newport mun engan styggja. Margir hafa hins vegar beðið lengi eftir að hann sneri þangað aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant