Bush og Hussein í einvígi

Taha Yassin Ramadan, varaforseti Íraks, segir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Saddam Hussein, forseti Íraks, eigi að útkljá deilumál sín í einvígi, að því er fram kom í sjónvarpsviðtali við Ramadan í dag. "Bush vill ráðast á Írak, her landsins og uppbyggingu hans. Því ekki að láta forseta Bandaríkjanna og sérvalinn hóp Bandaríkjamanna mæta forseta Íraks og sérvöldum hópi Íraka í einvígi," sagði Ramadan.

"Við mundum velja hlutlaust ríki og láta Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, hafa umsjón með keppninni. Báðir myndu nota samskonar vopn, forseti gegn forseta, varaforseti gegn varaforseta. Þá gæti einvígið hafist," sagði Ramadan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant