Rithöfundurinn Ian McEwan stöðvaður af bandarískum landamæravörðum

Breski rithöfundurinn Ian McEwan var stöðvaður af bandarískum landamæravörðum í …
Breski rithöfundurinn Ian McEwan var stöðvaður af bandarískum landamæravörðum í Kanada þegar hann hugðist halda í fyrirlestraferð til vesturstrandar Bandaríkjanna. mbl.is/Kristinn

Breski rithöfundurinn, Ian McEwan, varð næstum af fyrirlestraferð sinni í Bandaríkjunum, en bandarísk innflytjendayfirvöld á flugvellinum í Vancouver í Kanada, bönnuðu honum að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint í fréttamiðlinum Ananova. McEwan, sem unnið hefur hin virtu Booker bókmenntaverðlaun, var á leið til vesturstrandar Bandaríkjanna í fyrirlestraferð á þriðjudagmorgun, þegar hann var stöðvaður við eftirlitshlið bandarískra yfirvalda á flugvellinum í Vancouver.

Eftir miklar diplómatískar umræður um vegabréfsáritun höfundarins, sem stóðu í rúman sólarhring fékk McEwan loks leyfi til að halda til Bandaríkjanna, síðdegis á miðvikudag.

Hann kom til Seattle, þar sem hann átti að halda fyrirlestur, um einni og hálfri klukkustund áður en fyrirlesturinn átti að hefjast.

„Þetta var dálítið eins og vondur draumur um nokkra stund,“ sagði McEwan. „En ferðamenn lenda í mun verri hlutum en þessu og þetta fór vel, svo ég held að ég eigi eftir að gleyma þessu,“ bætti hann við.

Hann sagðist hafa verið himinlifandi þegar hann kom í fyrirlestrarsalinn í Seattle, þar sem hann fékk hlýjar móttökur frá um 2.500 áheyrendum.

Jim Michie, talsmaður landamæraeftirlits í Maryland, segir að McEwan hafi verið stöðvaður á flugvellinum í Vancouver eftir að hafa sagt eftirlitsmönnum að hann væri á leið til Bandaríkjanna til fyrirlestrahalds. McEwan hafi hins vegar ekki verið með svokallaða B-1 vegabréfsáritun, sem gefin er út handa fólki sem er á leið til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum.

McEwan var yfirheyrður af yfirvöldum og á vegabréf hans var stimplað „Aðgangi neitað.“ Hann leitaði aðstoðar hjá skipuleggjendum fyrirlestra hans í Bandaríkjunum og yfirgaf einnig flugvöllinn til þess að hitta James Rawlinson, ræðismann Breta í Vancouver.

Rawlinson sagði að um sólarhring hefði tekið að leysa málið. Ræðismaður Bandaríkjanna í Vancouver hafi haft afskipti af því og að málið hafi kostað allnokkur símtöl til embættismanna í Washington DC.

McEwan er virtur skáldsagna- og handritahöfundur. Hann hefur skrifað fleiri en tíu skáldsögur og nýjasta bók hans, Friðþæging, vann National Book Critics Circle verðlaunin. Önnur skáldaga McEwans, Amsterdam, hlaut Booker bókmenntaverðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson