Sveinn bætti 22 ára gamalt Íslandsmet í hindrunarhlaupi

Sveinn Margeirsson, langhlaupari og Íslandsmethafi í 3.000 m hindrunarhlaupi.
Sveinn Margeirsson, langhlaupari og Íslandsmethafi í 3.000 m hindrunarhlaupi. mbl.is

Sveinn Margeirsson, langhlaupari úr UMSS bætti í kvöld 22 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar, UMSB, í 3.000 m hindrunarhlaupi þegar hann hljóp á 8.46,20 mín., á móti í Borås Svíþjóð.

Fyrra metið sem Jón átti var 8.49,56 og sett í Remscheid í Þýskalandi 28. júní 1981. Sveinn kom fyrstur í mark í hlaupinu í kvöld og fékk litla keppni síðasta kílómetrann Fyrir utan met Sveins í 2.000 m hindrunarhlaupi á síðasta ári þá er þetta fyrsta met hans í hinum hefðbundnu keppnisgreinum á frjálsíþróttamótum, en Sveinn hefur lengi rent hýru auga til metsins sem féll í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert