34 kg þung bók um Muhammad Ali

Starfsmaður bókasýningarinnar í Frankfurt með bókina um Ali.
Starfsmaður bókasýningarinnar í Frankfurt með bókina um Ali. AP

Það kennir margra grasa á árlegri bókasýningu í Frankfurt, sem opnuð var í gær. Yfir 6.600 fyrirtæki og 1.000 höfundar taka þátt í sýningunni og er vonast eftir að um 300 þúsund gestir komi á sýninguna en sérstök áhersla er lögð á Rússland að þessu sinni. Ýmislegt verður á dagskrá til að draga að gesti. Þannig ætlar brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho að setja heimsmet með því að árita allar þýðingar af bók sinni, Alkemistanum, en sú bók hefur komið út á 56 tungumálum, m.a. íslensku. Þá er til sýnis risastór bók um hnefaleikarann Muhammad Ali en bókin vegur heil 34 kg. Bókin, sem er 50x50 sentímetrar að stærð, er gefin út í 10 þúsund eintökum sem Ali hefur áritað og kostar hver þeirra 3 þúsund dali, um 240 þúsund krónur. Raunar kosta fyrstu 1.000 bækurnar 7.500 dali en með þeim fylgir myndverk eftir bandaríska listamanninn Jeff Koons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert