Ekkert franskt á þinginu

Franskar kartöflur hafa verið teknar af matseðli þriggja matsölustaða Bandaríkjaþings en í stað þeirra er nú boðið upp á "Frelsiskartöflur". Þá hefur nafni "Fransks eggjabrauðs" verið breytt í "Frelsiseggjabrauð" en með nafnabreytingunum vill þingheimurinn mótmæla andstöðu Frakka við fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Írak. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Tveir þingmenn repúblikana kynntu breytinguna á blaðamannafundi í morgun en fréttir herma að veitingastaðir víðs vegar um Bandaríkin hafi gert slíkt hið sama.

"Þessi aðgerð okkar í dag er smávægileg en táknræn fyrir mikla andúð margra þingmanna í garð hinnar svokölluðu vinaþjóðar okkar, Frakklands," sagði þingmaðurinn Bob Ney, R-Ohio, en hann er formaður nefndar sem hefur yfirumsjón með matsölustöðunum í bandaríska þinghúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson