Kjötstykki handa króksa í annarri hendinni en ungabarn í hinni

Steve Irwin og sonur leika sér við krókódíl.
Steve Irwin og sonur leika sér við krókódíl. AP

Ástralskur krókódílaveiðimaður sem hefur átt miklum vinsældum að fagna í heimalandinu gekk gersamlega fram af löndum sínum nýverið þegar hann hélt á mánaðargömlum syni sínum með annarri hendi en gaf krókódíl að éta með hinni hendinni.

Atvikið þykir minna á það þegar Michael Jackson hélt á ungum syni sínum og lét hann hanga fram af svölum hótels í Þýskalandi.

Atvikið þegar Steve Irwin hélt á syni sínum Robert með annarri hendi á meðan hann gaf fjögurra metra löngum krókódíl að éta kjötstykki sem hann gleypti snarlega var sýnt í sjónvarpi í Ástralíu og vakti hörð viðbrögð áhorfenda. „Góður strákur Bob,“ sagði Irwin þegar skoltar krókódílsins skullu saman, að því er segir í frétt Herald Sun.

Irwin segir ekkert athugavert við gerðir sínar og segir son sinn aldrei hafa verið í neinni hættu. „Ég hafði fulla stjórn á krókódílnum. Robert var vel skorðaður af undir handleggnum á mér,“ sagði Irwin í samtali við blaðið. Eiginkona hans Terri, sem sést rétta honum barnið á myndbandinu og brosa að öllu saman, tekur undir þetta. „Þetta var dásamleg upplifun fyrir hann (barnið). Hann fílaði þetta í botn,“ sagði Terri.

Talsmenn samtaka er beita sér fyrir réttindum barna eru þó ekki á sama máli. „Það fer um flesta foreldra að sjá svona lagað,“ segir Bill Muehlenberg hjá Áströlsku fjölskyldusamtökunum. „Honum þarf ekki annað en að skrika fótur og þá er hann orðinn að málsverði krókódílsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson