Skítkraftur mörgæsa reiknaður út

Tveir þýskir vísindamenn eru líklegir til að hafa unnið til háðungaverðlauna Nóbels 2004, eða svonefndra Ig Nobels sem Marc Abrahams veitir ár hvert fyrir heimskuleg vísindaafrek. Mennirnir hafa rannsakað skítkraft mörgæsa.

Þessi fluglausu fuglar eru þekktir fyrir að koma frá sér saur með ógnarkrafti til þess að fyrirbyggja að óhreinka fjaðrir sínar og hreiður.

Þeir Victor Benno Meyer-Rochow og Jozsef Gal við Alþjóðlega háskólann í Bremen hafa nú krufið þetta merkilega mál til mergjar og reiknað út þann kraft sem fulgarnir framkalla með hringvöðva í endaþarmi til þess að leysa verkið af hendi, að því er segir í grein í breska tímaritinu New Scientist.

Mennirnir tveir hafa varið tíma sínum við að skoða og ljósmynda tvær gerðir mörgæsa á meðan þær gengu örna sinna. Við útreikningana þurftu þeir á mikilvægum upplýsingum að halda s.s. stærð og viðloðun kúksins auk kastferils hans og fjarlægðar. Í ljós kom að mörgæs getur spýtt úr sér úrgangnum um allt að 40 sentimetra veg.

„Rannsóknirnar benda til þess að fuglarnir myndi kraft upp á allt að 60 kílópasköl, eða ríflega fjórfalt meiri en hámarkskraft sem mannfólkið beitir jafnan við þessa athöfn,“ segir í tímaritsgreininni. Og svo kemur: „Til hvers þessar upplýsingar verða notaðar er ekki ljóst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson