Vel heppnað þorrablót á Borgarfirði

Frá þorrablóti á Borgarfirði í gærkvöldi.
Frá þorrablóti á Borgarfirði í gærkvöldi. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson.

Þorrablóti var á Borgarfirði eystri í gærkvöldi og var blótað fram á nótt. Skemmtidagskrá mikil að vöxtum var á boðstólum með hinum hefðbundna þorramat. Skemmtiatriðin heimatilbúinn og fjölluðu mest að venju um hvað helst hefur verið að gerast á Borgarfirði síðasta ár og góðar sögur „ekki látnar gjalda sannleikans". Heimamenn fluttu öll skemmtiatriði og stóð skemmtidagskráin á þriðja klukkutíma við gífurlega góðar undirtektir þorrablótsgesta sem komu víða að af Austurlandi, enda færð og veður með besta móti og vegur auður, þó einstaka svellglotti sæist á veginum kom það ekki að sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert