Platini skammar Frakkana

Goðsögnin Michel Platini vandaði löndum sínum í franska landsliðinu ekki kveðjurnar eftir að liðið tapaði fyrir Grikkjum á föstudag. Platini, sem leiddi franska landsliðið til sigurs á EM í Frakklandi 1984 þar sem hann skoraði níu mörk í fimm leikjum, sagði að franska liðið hefði spilað herfilega og í raun verið stálheppið að komast í fjórðungsúrslit. "Franska liðið kom mér ekki á óvart. Þeir léku alveg eins og þeir gerðu fyrir tveimur árum. Byggja allt í kringum Zidane og treysta svo á heppnina eftir það. Fyrir tveimur árum hefðum við tapað fyrir Englandi og Ivica Mornar hefði gert út um leikinn fyrir Króatíu," sagði Platini og sagði einnig að franska liðið saknaði greinilega Emanuel Petit og Laurent Blanc. "Þeir voru frábærir leikmenn og skarð þeirra hefur aldrei verið uppfyllt. Þeir áttu frábærar sendingar og bættu einhverju við miðjuna," sagði Michel Platini

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert