Er unna kjötvaran hættuleg?

Alþjóða krabbameinsrannsóknasjóðurinn hvetur foreldra til að forðast unnar kjötvörur í …
Alþjóða krabbameinsrannsóknasjóðurinn hvetur foreldra til að forðast unnar kjötvörur í nestisbox barna sinna mbl.is/Þorkell

Foreldrar ungra barna ættu að halda börnum sínum sem mest frá unninni kjötvöru og láta hana alls ekki vera hluta af skólanestinu. Það er Alþjóða krabbameinsrannsóknasjóðurinn, sem hefur látið þessi boð út ganga að lokinni athugun á 7.000 rannsóknum á sambandi mataræðis og krabbameins, að sögn BBC. Afdráttarlaus niðurstaða sjóðsins er einfaldlega sú, að unnin kjötvara sé hættuleg heilsunni.

Mikil umræða hefur orðið í Bretlandi um yfirlýsingu sjóðsins (World Cancer Research Fund) og hafa fulltrúar breska matvælaeftirlitsins tekið undir hana. Ganga þeir þó ekki alveg eins langt en hvetja foreldra til að venja börn ekki á neyslu unninnar kjötvöru. Þá er m.a. átt við beikon, skinku, pylsur og alls konar kjötálegg.

Niðurstaða rannsóknanna, sem sjóðurinn skoðaði, var sú, að náið samband væri á milli mataræðis og krabbameins. Rannsókn, sem Hawaii-háskóli réðst í 2005, sýndi, að veruleg neysla á unninni kjötvöru yki líkur á krabbameini í brisi um 67%. Önnur sýndi, að hætta á krabbameini í ristli ykist um 50% ef fólk neytti daglega 50 gramma af unninni kjötvöru eða meira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert