Hlýnunin getur leitt til eldgosa og annarra náttúruhamfara

Gos í Etnu
Gos í Etnu Reuters

Vísindamenn telja að hlýnun jarðar geti leitt til hrinu náttúruhamfara í heiminum á borð við jarðskjálfta, flóðbylgjur, skriður og eldgos. Vísindamennirnir ætla að vara við þessari hættu á alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í London 15. þessa mánaðar.

Vísindamennirnir segja að loftlagsbreytingarnar vegna gróðurhúsalofttegunda hafi ekki aðeins áhrif á andrúmsloftið og sjávarhita heldur leiði þær einnig til jarðfræðilegra breytinga á jörðinni. Þeir vara til að mynda við því að bráðnun jökla geti leitt til mannskæðra skriðufalla og flóða í Ölpunum og fleiri fjallgörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert