Biðst afsökunar á //

Sir Tim Berners-Lee.
Sir Tim Berners-Lee. AP

Breski tölvufræðingurinn Tim Berners-Lee, sem bjó til veraldarvefinn með það fyrir augum að auðvelda vísindamönnum að skiptast á upplýsingum og gögnum, viðurkennir í blaðaviðtali í dag að skástrikin tvö, //, sem eru í öllum vefslóðum, hafi í raun verið óþörf.

„Þar hafið þið það, þetta virtist vera góð hugmynd á sínum tíma," segir Berners-Lee á ráðstefnu í Washington í síðustu viku. Breska blaðið The Times segir frá þessu í dag.

Berners-Lee viðurkenndi að þegar hann hannaði vefinn fyrir nærri 30 árum hefði hann ekki haft hugmynd um að skástrikin tvö myndu valda jafn miklum deilum og raunin hefur orðið á og ljóst að þau hafi leitt til sóunar á tíma, bleki og pappír. 

Frétt The Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert