Píanóborð úr gúmmí

Starfsmaður Yamano Music sýnir píanóborðið.
Starfsmaður Yamano Music sýnir píanóborðið. AP

Yamano Music í Japan hefur kynnt til sögunnar píanóborð sem er úr gúmmí. Um er að ræða borð sem er fjórir millimetrar á þykkt og 850 grömm að þyngd. Hægt er að rúlla píanóborðinu upp eftir notkun. Borðið, sem gengur fyrir rafhlöðum, inniheldur 49 lykla, hljóðnema og stýringarbúnað. Gert er ráð fyrir að píanóborðið kosti sem nemur níu þúsund krónur í Japan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert