Sjónvarpsáhorf barna kann að leiða til fantaskapar

Fjögurra ára börn sem horfa meira á sjónvarp en börn að meðaltali eru líklegri til að verða fantar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Í ljós kom að börn sem urðu uppvís að því að beita ofbeldi horfðu á sjónvarp í að meðaltali fimm klukkustundir á dag, eða hátt í tveim tímum lengur en börn sem ekki voru ofbeldishneigð.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC. Rannsóknin var unnin við Háskólann í Washington. Tæplega 1.300 fjögurra ára börn tóku þátt í henni.

Einnig kom í ljós að það dró úr líkum á að börnin beittu ofbeldi ef þeim var veitt andleg örvun, eins og til dæmis útilegur, lesið var fyrir þau og þau borðuðu með foreldrum sínum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Archives of Pediatrics and Adolescent Medicine.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert