Segjast hafa lent þyrlu á tindi Everest

Everestfjall.
Everestfjall. AP

Evrópski þyrluframleiðandinn Eurocopter sagði í kvöld, að þyrla frá félaginu hefði lent á tindi Everestfjalls þann 14. maí og þar með sett nýtt heimsmet í háfjallalendingum. Það met verður varla slegið enda er Everest hæsta fjall heims.

Fyrirtækið segir á heimasíðu sinni, að reynsluflugmaðurinn Didier Delsalle hefði lagt af stað á þyrlu af gerðinni The Ecureuil/AStar AS350B3 frá grunnbúðum í Lukla í Nepal og lent á tindi fjallsins í 8850 metra hæð. Þyrlan var á tindinum í tvær mínútur. Þetta var síðan endurtekið daginn eftir.

Eurocopter segist hafa sent gögn um flugafrekið til alþjóða flugmálasambandsins til að fá það staðfest sem heimsmet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert