Engar vísbendingar um að nálægð við kjarnorkuver auki hættu á krabba

Alls engar vísbendingar eru um að börnum sem búa í grennd við kjarnorkuver sé hættara en öðrum börnum við því að fá krabbamein, samkvæmt athugun breskrar rannsóknarnefndar. Byggir hún niðurstöður sínar á gögnum um 32 þúsund krabbameinstilvik meðal barna í Bretlandi 1969-93.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Almennt benda niðurstöður athugunarinnar til þess, að börn sem búa í innan við 25 km fjarlægð frá kjarnorkuverum í Bretlandi eigi ekki fremur á hættu en önnur börn að fá krabbamein. Þó kom í ljós fjöldi tilvika í grennd við Rosyth-kjarnorkugeymslustöðina, en rannsóknarnefndin segir að þetta megi útskýra með ýmsum öðrum hætti en geislun af völdum kjarnorku.

Formaður nefndarinnar sagði að athugunin sé „eins afgerandi og mögulegt er“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert