Hugsanleg merki um fljótandi vatn á Mars

Fljótandi vatn kann að hafa verið á Mars á undanförnum fimm árum, að því er vísindamenn hjá NASA greindu frá í dag. Þetta gæti þýtt að líf kynni að geta þrifist á plánetunni. Er þetta byggt á myndum sem Mars-farið Global Surveyor tók af yfirborði plánetunnar og sýna nýlega breytingar á yfirborðinu, og telja vísindamenn að þær kunni að mega rekja til rennandi vatns.

Mynd af yfirborði Mars, sem talið er að kunni að …
Mynd af yfirborði Mars, sem talið er að kunni að sýna farvegi eftir vatn sem runnið hafi nýlega. Myndin var tekin 12. október. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert