Síminn eykur flutningsgetu sína um Farice sæstrenginn

Siminn hefur aukið flutningsgetu um Farice um helming til að …
Siminn hefur aukið flutningsgetu um Farice um helming til að mæta þeirri afkastagetu sem tapast meðan viðgerðir á Cantat 3 standa yfir mbl.is

Afkastageta internetssambanda Símans hefur aukist, þrátt fyrir bilun í Cantat 3 sæstrengnum, sem er annar tveggja sæstrengja sem tengja Ísland við umheiminn.

Þegar bilunin varð í Cantat 3 strengnum fjölgaði Síminn samböndum sínum á Farice sæstrengnum sem nam biluninni. Viðgerð á Cantat 3 hefst um næstu helgi og áætlað er að hún taki um 10 daga. Af öryggisástæðum er nauðsynlegt að rjúfa öll gagnaflutningssambönd á Cantant 3 meðan á viðgerð stendur.

Vegna þessa hefur Síminn aukið flutningsgetu sína um Farice strenginn um helming og er flutningsgeta fyrirtækisins til og frá landinu nú meiri en hún var áður en bilunin varð í Cantat 3.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert