Vetraríþróttir sagðar hafa streituvaldandi áhrif á villt dýr

Snjóbrettaiðkun er vinsæl íþrótt yfir vetrartímann.
Snjóbrettaiðkun er vinsæl íþrótt yfir vetrartímann. Reuters

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ýmsar vetraríþróttir, s.s. að renna sér á skíðum eða snjóbretti, valdi mikilli streitu hjá villtum dýrum sem búa í Alpafjöllunum.

Vísindamennirnir komust að því að á sumum svæðum í Alpafjöllunum, þar sem vetraríþróttir eru iðkaðar af krafti, hafi greinst mikið af hormónum í orrum, sem er fuglategund sem er skyld rjúpum. Hormónamagnið er sagt benda til þess að fuglanir finni fyrir streitu.

Fram kemur í vísindariti Royal Society, Proceedings B, að villtum dýrum stafi nú ógn af ofangreindum vetraríþróttum, og að ógnin sé ný af nálinni, segir á fréttavef BBC.

Þá er jafnframt tekið fram að veðurfarsbreytingar hafi einnig áhrif á búsetuskilyrði fyrir þessa fuglategund.

Yfir vetrartímann búa þeir til greni í snjónum, eða einskonar snjóhús. Tvisvar á dag fara þeir á kreik til þess að fá sér í gogginn og þeir búa sér svo til nýtt snjóhús þar sem þeir fela sig.

Þar sem veturinn er farinn að vera mildari þá hefur þessum felustöðum orranna í lágum brekkum fækkað. Rannsókn vísindamannanna, sem eru frá Sviss og Austurríki, er síðan sögð benda til þess að vetraríþróttirnar fækki dragi úr lífslíkum fuglanna í brekkum sem eru hærra uppi.

Orri úti í náttúrunni.
Orri úti í náttúrunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert