Vísindamenn finna „ofurjörð"

Vísindamenn telja sig hafa fundið reikistjörnu utan sólkerfis okkar sem þeir segja að gæti vel haft vatn á yfirborði sínu og hitastig á bilinu 0-40 gráður. Eru vísindamenn farnir að kalla plánetuna ,,ofurjörð” vegna þess hve líkurnar eru miklar á að líf geti þrifist á reikistjörnunni. Reikistjarnan er þó 20,5 ljósár í burtu, svo það gæti reynst tímafrekt að heimsækja hana.

Að sögn fréttavefjar BBC er plánetan á braut umhverfis daufa stjörnu, Gliese 581 í stjörnuþokunni Libra.

Stjörnufræðingarnir sáu plánetuna í stjörnukíki, sem er í Chile.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert