Bjartasta sprengistjarna sem sést hefur

Gríðarstór stjarna, sem er u.þ.b. 150 sinnum stærri en sólin, hefur sprungið. Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) segja að þetta sé ein stærsta sprengistjarna sem hafi nokkurn tíma sést.

Sprengistjörnur verða til þegar stjörnur verða eldsneytislausar og þær hrynja inn í sig sjálfar.

Vísindamenn telja að umrædd stjarna hafi gjöreyðilagst í sprengingu sem hafi skotið öllum efnum hennar út í geim.

Stjörnufræðingar segja að stjarna á Vetrarbrautinni gæti skapað sömu flugeldasýningu í geimnum, að því er fram kemur á vef BBC.

Sprengistjarnan, sem ber heitið SN 2006gy, fannst í september í fyrra.

Sprengingin náði hámarki sem varði í 70 daga, en þá er talið að hún hafi verið fimm sinnum bjartari en nokkur önnur sprengistjarna hingað til.

„Af öllum þeim stjörnum sem hafa sprungið og við fylgst með þá var þessi kóngurinn,“ sagði Alex Filippenko, einn vísindamanna NASA sem fylgjast með sprengistjörnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert